Sænski leikarinn Alexander Skarsgård staðfesti í viðtali á dögunum að hann og kærasta hans,Tuva Novotny, hafi eignast barn á síðasta ári.
Skarsgård var glaður í bragði á rauða dreglinum þar sem hann var mættur til að fagna frumsýningu á seríu 4 af hinni margrómuðu þáttaseríu, Succession. Skarsgård kom einsamall á stjörnuprýdda viðburðinn og staðfesti í samtali við Entertainment Tonight að þau Novotny hefðu eignast barn.
Fréttir bárust af því í nóvember á síðasta ári að parið hefði eignast sitt fyrsta barn saman. Þá sást Novotny ganga með barnavagn í New York og Skarsgård við hlið hennar með ungbarn í fanginu.
Þetta er fyrsta barn fyrrum True Blood leikarans en annað barn Novotny sem samkvæmt Page Six deilir forræði yfir 16 ára gamalli dóttur sinni með sínum fyrrverandi.
Alexander Skarsgård sem er sonur stórleikarans Bill Skarsgård sagði í viðtali við Chelsea Handler árið 2017 að hann væri mjög spenntur fyrir föðurhlutverkinu.
„Mig langar að sigra pabba minn. Hann á átta börn, svo ég þarf heldur betur að fara að koma mér af stað,“ sagði leikarinn í góðu gríni eftir að Handler spurði hann út í barneignir.