Brjóstagjöfin erfiðari en fæðingin

Leikkonan Sam Frost eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmum tveimur …
Leikkonan Sam Frost eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan. Samsett mynd

Leikkonan Sam Frost eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmum tveimur mánuðum, en hún opnaði sig nýverið um mikla erfiðleika sem hafa fylgt brjóstagjöfinni. 

Frost deildi reynslu sinni af fyrstu tveimur mánuðunum í nýju hlutverki í bloggfærslu, en þar viðurkenndi hún að brjóstagjöfin hafi verið „erfiðasti“ parturinn hingað til. 

„Mér fannst þetta mjög erfitt tilfinningalega, andlega og líkamlega ... Þegar Teddy fæddist tók hann strax brjóst fullkomlega. Ég man að ég horfði á hann og hugsaði hversu mögnuð þessi upplifun er, hversu frumleg og sérstök brjóstagjöf nýburans þíns er,“ skrifaði leikkonan. 

„Ég upplifði svo mikinn sársauka“

„Eftir nokkra daga voru geirvörturnar mínar sprungnar og það blæddi úr þeim. Ég upplifði svo mikinn sársauka. Vinkona mín hafði sagt mér að henni hafi þótt brjóstagjöfin erfiðari en fæðingin – ég fékk utanbastsdeyfingu svo ég er hjartanlega sammála,“ bætti hún við. 

Í færslunni segir Frost að henni hafi verið ráðlagt að þrauka í gegnum brjóstagjöfina sem varð verri með hverri gjöf. „Ég var farin að gráta í hverri brjóstagjöf ... ekki krúttlegum litlum tárum, ég hágrét.“

Hún útskýrði að lokum að með því að nota brjóstapumpu og formúlu hafi mikil pressa verið tekin af henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda