50 ár eru liðin síðan að Karl Gústaf XVI. var krýndur konungur Svíþjóðar. Í tilefni af því var blásið til mikilla veisluhalda í sænsku höllinni.
Fyrsta kvöldið var Viktoría krónprinsessa í appelsínugulum síðkjól eftir Christer Lindarw og með skrautlega eyrnalokka sem voru í stíl við kjólinn. Blómaskreytingin á kjólnum er eftir Tim Mårtenson.
Það sem vakti þó mestu athygli var kjóll dóttur Viktoríu. Hin ellefu ára gamla Estelle var í fallegum grænum kjól af mömmu sinni en kjóllinn er úr Conscious fatalínu sænska tískurisans H&M.
Estelle er ekki eina prinsessan sem fær að laumast í fataskáp móður sinnar. Ingiríður prinsessa af Noregi hefur einnig sést í gömlum fötum af Mette Marit sem og Ísabella prinsessa Danmerkur sem klæðist reglulega buxnadrögtum Mary krónprinsessu.