Leikkonan og Reykjavíkurdóttirin Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og leikarinn Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á barni. Þau deila þessum gleðitíðindum í sameiginlegri færslu á Instagram.
Sumarið 2021 fundu Þórdís Björk og Júlí Heiðar ástina í örmum hvors annars. Þá trúlofuðu þau sig í maí í fyrra.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar Þórdísi Björk og Júlí Heiðari innilega til hamingju!