Jessie J fagnaði sex mánuðum með frumburðinum

Jessie J birti samansafn af myndum.
Jessie J birti samansafn af myndum. Samsett mynd

Söngkonan Jessie J rifjaði upp dýrmætar minningar síðustu sex mánaða á Instagram nýverið, en þá var nákvæmlega hálft ár frá því að sonur hennar og Chanan Safie Colman, Sky, kom í heiminn. 

Jessie J hefur talað opinskátt um ófrjósemisvanda sinn og greindi hún meðal annars frá fósturmissi árið 2021, en söngkonan hefur glímt við endómetríósu frá árinu 2014.

Hún leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með gangi mála á meðgöngunni og hefur einnig verið dugleg að birta myndir og myndskeið af Sky og litlu fjölskyldunni síðastliðna sex mánuði. 

Jessie J og Colm­an, sem er dansk–ís­lensk­ur körfu­boltamaður hófu sam­band sitt í apríl 2022 og er þetta fyrsta barn þeirra beggja.

Brot úr fyrstu myndatökunni.
Brot úr fyrstu myndatökunni. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda