„Stærsta kakan sem ég er búinn að bíða lengi eftir komin í ofninn“

Jói Fel verður afi á árinu!
Jói Fel verður afi á árinu! Samsett mynd

Bakarinn Jóhann Felixson, eða Jói Fel eins og hann er jafnan kallaður, verður afi á árinu.

Hann tilkynnti gleðfregnirnar í færslu á Instagram, en dóttir hans Rebekka Rún Jóhannesdóttir og sambýlismaður hennar Ásgeir Kári Ásgeirsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. 

„Þá er stærsta kakan sem ég er búinn að bíða lengi eftir komin í ofninn. Haldiði ekki að ég sé að verða afi fljótlega Elsku besta Rebekka mín og Kári minn,“ skrifaði Jói Fel í færslunni, en hann birti einnig mynd af sér þar sem hann heldur á sónarmynd af barninu. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda