Ný útgáfa af einum frægasta stól heims

Nú getur yngsta kynslóðin notið klassískrar hönnunar sem stenst tímans …
Nú getur yngsta kynslóðin notið klassískrar hönnunar sem stenst tímans tönn! Samsett mynd

Í tilefni af 110 ára afmæli danska húsgagnahönnuðarins Hans J. Wegner hefur húsgagnaframleiðandinn Carl Hansen & Søn afhjúpað nýja útgáfu af hinum geysivinsæla CH24-stól, einnig þekktur sem Wishbone-stóllinn eða Y-stóllinn, í minni stærð sem hentar framtíðar hönnunarunnendum. 

Wegner er einn fremsti og þekktasti húsgagnahönnuður heims og hannaði á ferli sínum yfir 500 stóla sem margir hverjir eru heimsþekktir. Vinsælasti stóllinn er þó án efa CH24-stóllinn sem kom fyrst á markað árið 1950 og hefur verið óslitið í framleiðslu síðan þá. 

Að mati margra er CH24-stóllinn einn fegursti stóll heims. Hann hefur heillað ófáa Íslendinga upp úr skónum í gegnum tíðina, en árið 2023 var hann mest seldi stóllinn í hönnunarversluninni Epal. 

Ljósmynd/Carlhansen.com

Lengi verið draumur að hanna minni útgáfu af Y-stólnum

CH24-barnastóllinn hentar börnum þriggja ára og eldri og kemur í sölu í apríl 2024. Hann mun án efa fegra ófá barnaherbergi í framtíðinni, enda klassísk og tímalaus hönnun sem stenst tímans tönn.

„Okkur hefur dreymt um að búa til barnastærð af hinum goðsagnakennda Wishbone-stól í mörg ár og erum ánægð með útkomuna. Þessi minni útgáfa af stólnum passar fullkomlega við önnur húsgögn á heimilinu og er tilvalin gjafahugmynd fyrir framtíðarhönnunarunnendur,“ segir Knud Erik Hansen, forstjóri Carl Hansen & Søn í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ljósmynd/Carlhansen.com
Ljósmynd/Carlhansen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda