Bridget Jones orðin tveggja barna móðir

Bridget Jones hefur breyst mikið síðan hún mætti í kanínubúning …
Bridget Jones hefur breyst mikið síðan hún mætti í kanínubúning í gleðskap. Skjáskot/Imdb

Aðdáendur Bridget Jones bíða með öndina í hálsinum eftir næstu mynd. Leikkonan Renee Zellweger er um þessar mundir stödd í Lundúnum í tökum á fjórðu myndinni. Jones á ekki bara eitt barn í nýju myndinni heldur tvö. 

Zellweger var mynduð í almenningsgarði nýlega þar sem hún var í karakter. Einnig voru ungir leikarar sem fara með hlutverk barna hennar. Sonurinn heitir Billy en dóttirin Mabel að því fram kemur á vef Daily Mail. 

Í umfjöllun BBC segir að Jones sé tveggja barna móðir í mynd númer fjögur sem ber nafnið Bridget Jones: Mad About The Boy. Ber myndin sama titil og samnefnd skáldsaga eftir Helen Fielding um Bridget Jones. Í sögunni er hún orðin ekkja eftir lát Mark Darcey sem Colin Firth lék. Hugh Grant mun hins vegar koma fyrir í fjórðu myndinni. Ekki er vitað hversu nákvæmlega myndin fylgir söguþræði bókarinnar. 

Renee Zellweger er stödd í Lundúnum í tökum á Bridget …
Renee Zellweger er stödd í Lundúnum í tökum á Bridget Jones. AFP/Tolga AKMEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda