Í hvað fer skjátími barnsins þíns?

Vöndum valið!
Vöndum valið! Ljósmynd/Unsplash/Brooke Cagle

Talmeinafræðingarnir Eyrún Rakel Agnarsdóttir, Anna Lísa Benediktsdóttir og Ágústa Guðjónsdóttir halda úti Instagram-reikningnum Töfratal þar sem þær deila fræðsluefni um málþroska og lestur barna. 

Þar birtu þær færslu um skjátíma barna sem hefur verið heitt umræðuefni síðustu ár og bentu á mikilvægi þess að vanda valið þegar kemur að því hvaða efni börnin okkar horfa á. 

„Það er hægt að nýta skjátímann í margt sniðugt og skemmtilegt! Það er þó gott að hafa eftirfarandi í huga ... Veljum vandað efni fyrir börnin okkar ... á íslensku!!

Það er orðið afar algengt að íslensk börn horfi á barnaefni á ensku. Þau eru fljót að læra einfalda frasa, t.d. litina, tölurnar o.fl. á ensku og mörgum þykir það krúttlegt. Stundum er það jafnvel þannig að börnin kunna orð og frasa á ensku en ekki á íslensku. Slík þróun er varhugaverð því hún þýðir einfaldlega að börnin læra ensku á kostnað íslenskunnar. 

Vöndum valið þegar kemur að skjátíma barna. Það er mikið til af íslensku barnaefni! Munum að við stjórnum og berum ábyrgð á því sem börnin horfa á,“ útskýra þær í færslunni og benda á að hægt sé að nálgast íslenskt barnaefni og íslenska talsetningu víða, en þær benda á efni eins og Skoppu og Skrítlu, Latabæ, Blæju, Lilla tígur, Smástund, Greppikló og Elías. 

View this post on Instagram

A post shared by TÖFRATAL ✨ (@tofratal)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda