Hvaða matvæli á að forðast á meðgöngu?

Ekki er mælt með því að ófrískar konur neyti hrárra …
Ekki er mælt með því að ófrískar konur neyti hrárra eggja sem má til dæmis finna í hráu kökudeigi. Samsett mynd

Á meðgöngu er mikilvægt að huga að góðri næringu, en hún stuðlar að vexti og þroska barnsins í móðurkviði og leggur grunninn að heilbrigði barnsins síðar á ævinni. 

Samkvæmt ráðleggingum á vef Heilsuveru þurfa barnshafandi konur ekki sérfæði heldur á venjulegur matur, fjölbreyttur og hollur samkvæmt ráðleggingum, að fullnægja bæði þörfum barnsins og móðurinnar. 

Það eru þó fáeinar undantekningar á þessu, en mælt er með því að barnshafandi konur forðist ákveðin matvæli á meðgöngunni.

Matvæli sem barnshafandi konum er ráðlagt að neyta ekki á meðgöngu:

  • Hrár fiskur, t.d. grafinn fiskur, kaldreyktur fiskur, sushi með fiski, súrsaður hvalur og hákarl. 
  • Þorskalifur
  • Sverðfiskur
  • Stórlúða
  • Hráar baunaspírur
  • Ógerilsneydd mjólk og ostar eða aðrar mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk
  • Hrátt kjöt
  • Hrá egg
  • Fýll og fýlsegg

Fæðutegundir sem barnshafandi konum er ráðlagt að neyta í hófi og ekki oftar en einu sinni í viku:

  • Túnafisksteik
  • Búri
  • Niðursoðinn túnfiskur
  • Svartfulsegg
  • Hrefnukjöt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda