Svona fékk hún barnið til að hætta að gráta í bílnum

Jacquie Ciccone og unga dóttir hennar fundu lausn á að …
Jacquie Ciccone og unga dóttir hennar fundu lausn á að eiga ánægjulegar bílferðir saman. Samsett mynd

Þau sem keyra reglulega með ungabarn í bílnum hafa líklega upplifað sárar bílferðir þar sem barnið hættir ekki að gráta. Það getur verið einmanalegt og erfitt að sjá ekki mömmu eða pabba þar sem stóllinn snýr öfugt á við alla hina í einhverri vél sem hreyfist á ógnar hraða. Þá auðvitað láta þau heyra í sér, sum meira en önnur. 

Hin Bandaríska Jacquie Ciccone, sem er tveggja barna móðir, deildi ráði sem virkar fyrir ungu dóttur hennar á TikTok-aðgangi sínum en yfir 17 milljónir hafa séð myndbandið. 

Það þurfti ekki meira en mynd af Ciccone á A4 blað fyrir framan litlu stúlkuna. „Þegar barnið þitt hatar bílinn en elskar andlitið þitt,“ skrifar Ciccone við færsluna. 

Barnið virðist hæst ánægt með að sjá móður sína nálægt með bros á vör. Myndbandið hefur vakið mikla hrifningu á TikTok en við færsluna hafa mörg skrifað að þau vildu óska þess að þau hefðu vitað af þessu fyrr.

Einnig virðist ráðið virka vel í barnapössun. „Ég er barnfóstra og ég sýni barninu mynd af móður sinni þegar það er pirringur í því. Þetta virkar líka þegar það er tími til að gefa barninu að drekka úr pelanum,“ skrifaði einn notandi við myndbandið.

@pumpedupmama1

When your baby hates the car seat but loves your face

♬ original sound - Jacquie Ciccone

 New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda