Agnes Björgvinsdóttir orðin tveggja barna móðir

Agnes Björgvinsdóttir er orðin tveggja barna móðir.
Agnes Björgvinsdóttir er orðin tveggja barna móðir. Skjáskot/Instagram

Agnes Björgvinsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Blank Reykjavík, og sambýlismaður hennar, Kristjan Örn Marko Stosic, eru búin að eignast sitt annað barn. Parið tók á móti stúlkubarni þann 24. júlí síðastliðinn. Fyrir eiga þau soninn Björgvin Daða sem kom í heiminn þann 1. mars 2023.  

Agnes tilkynnti gleðifregnirnar í færslu á Instagram-síðu sinni í gær, sunnudag. Hún birti tvær fallegar myndir af nýjasta fjölskyldumeðlimnum. 

„Litla sys 24.07.24,“ skrifaði Agnes við færsluna. 

Parið greindi frá óléttunni í febrúar. 

Agnes hefur verið að gera það gott í förðunarheiminum síðustu ár, en í ársbyrjun 2022 stofnaði hún fyrirtækið Blank Reykjavík þar sem hún selur töskur, rúmföt, trefla og aðra fylgihluti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda