Kynlíf bætir heilsu mæðra

mbl.is/Colurbox

Mæður eiga það til að setja sig í síðasta sæti í amstri fjölskyldulífsins og þá getur streitan auðveldlega tekið yfir ef ekki er gætt að álagi. Nýjustu rannsóknir sýna að meira kynlíf bæti heilsu mæðra. 

Ný rannsókn sem birt var á National Library of Medicine hefur leitt í ljós að kynlíf geti dregið úr skaðlegum streitueinkennum mæðra ungra barna.

Niðurstöður sýndu að mæður sem stunduðu reglulega kynlíf framleiddu meira af efnaskiptahormónum sem hafa meðal annars áhrif á líkamsþyngd og svefn. 

Langtímastreita getur tekið sinn toll á líkamann og aukið líkur á hjartasjúkdómum, sykursýki, þunglyndi, offitu og fleiri heilsukvillum. 

Yoobin Park, nýdoktor við Kaliforníuháskólann stýrði rannsókninni. Hún segir að miðað við þær alvarlegu afleiðingar sem krónísk streita getur haft þá sé það þess virði að skoða hvaða þættir geti fyrirbyggt og dregið úr neikvæðum áhrifum.

„Kynlíf getur verið raunhæfur valkostur í þessu samhengi vegna streitulosandi áhrifa. Þar að auki hefur kynlíf jákvæð áhrif á svefn, en fólk undir miklu álagi þjáist oft af svefnröskunum. Eftir því sem við best vitum hefur engin rannsókn hingað til mælt hvort að kynlíf sporni við líffræðilegum afleiðingum streitu. Þessi rannsókn var því tilraunaverkefni til að fylla í þessa eyðu,“ segir Park. 

183 konur tóku þátt í rannsókninni

Þátttakendur í rannsókninni voru 183 konur á aldrinum 20-25 ára sem áttu að minnsta kosti eitt barn á aldrinum 2-16 ára. Þær voru beðnar um að halda sérstaka dagbók yfir tveggja ára tímabil, en í dagbókina svöruðu þær spurningarlista í hverri viku um hversu oft í viku þær stunduðu kynlíf, stunduðu annars konar hreyfingu, t.d. líkamsrækt, og hversu hamingjusamar þær væru í ástarsamböndum sínum. 

Samhliða dagbókarskrifunum fóru konurnar reglulega í blóðprufu þar sem hormón á borð við insúlín, leptín og ghrelín voru mæld.

„Í hnotskurn sýndu niðurstöður okkar að skaðleg einkenni streitu minnkuðu talsvert á meðal þeirra kvenna sem stunduðu meira kynlíf,“ segir Park.

Park segist vona að niðurstöður rannsóknarinnar eigi eftir að hvetja fleiri vísindamenn til þess að öðlast meiri skilning á jákvæðum áhrifum kynlífs. Hún telur kosti þess að stunda kynlíf jafnvel vera meiri fyrir mæður en það að vera dugleg að hreyfa sig og að vera í hamingjusömu sambandi. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda