Harry fékk að ráða með börnin

Harry prins og Meghan heimsóttu Kólumbíu á dögunum.
Harry prins og Meghan heimsóttu Kólumbíu á dögunum. AFP

Harry prins er sagður hafa haft betur í rökræðum við Meghan um uppeldi barna sinna. Harry er mikið í mun um að börnunum sé haldið frá sviðsljósinu.

Meghan á að hafa velt því fyrir sér að börnin komi fram í nýjum Netflix-þáttum sínum þar sem áhersla er lögð á matreiðslu, garðyrkju og heilbrigðan lífsstíl. Nú herma fregnir að börnin munu ekki sjást í þáttunum. 

Þá voru þættirnir ekki teknir upp á heimili þeirra heldur á heimili nágranna. 

„Harry og Meghan hafa ekki alltaf verið sammála um hversu sýnileg börnin þeirra eiga að vera. En í þessu tilfelli hefur Harry haft betur,“ segir heimildarmaður í viðtali við The Sun í kjölfar frétta um að Meghan hafi viljað hafa börnin sér við hlið þegar hún snýr aftur í sviðsljósið.

Harry vill hins vegar alfarið halda þeim fjarri sviðsljósinu eftir að hafa sjálfur haft slæma reynslu í bernsku af ágangi fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál