Leyfa gestum að taka börnin með fjórum sinnum á ári

Einstök fagurfræði einkennir hótelið.
Einstök fagurfræði einkennir hótelið. Samsett mynd

Falleg hönnun, sjarmerandi umhverfi og rólegt andrúmsloft einkenna lúxusdvalarstaðinn Casa la Siesta á Spáni. Staðurinn er draumi líkastur og sérhæfir sig í að bjóða gestum sínum upp á afslöppun og lúxus. 

Í fyrstu virðist hótelið ekki endilega vera fjölskylduvænt enda er það einungis ætlað fyrir fullorðna – það er þó undantekning á því, en fjórum sinnum á ári er fjölskyldum boðið að koma með börnin sín á dvalarstaðinn sem breytist í algjöra fjölskylduparadís. 

Eigendur hótelsins, Lee og Amelia Thornley sem reka jafnframt hönnunarstúdíóið Bert & May, ákváðu að setja á laggirnar sérstakar fjölskylduvikur nokkrum sinnum yfir árið enda eru þau foreldrar sjálf og þekkja því vel áskoranirnar sem geta fylgt fjölskyldufríum. 

Bjóða börnin velkomin 

Á meðan fjölskylduvikurnar standa yfir er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu á hótelinu, allt frá sirkusnámskeiðum yfir í sundleiki, og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá fær matseðill hótelsins barnvænt yfirbragð, en á hótelinu er einnig boðið upp á barnapössun.

Hótelið er því fullkominn staður fyrir þá sem vilja eiga ljúfar stundir í faðmi fjölskyldunnar í fallegu umhverfi, en hótelið er sannkallað augnakonfekt sem ætti ekki að valda neinum vonbrigðum. 

Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
Ljósmynd/Booking.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda