5 reglur á heimili barnasálfræðings

Barnasálfræðingur deilir fimm reglum á heimili fjölskyldunnar.
Barnasálfræðingur deilir fimm reglum á heimili fjölskyldunnar. Ljósmynd/Pexels/Elina Fairytale

Barnasálfræðingurinn Jess er þriggja barna móðir sem heldur úti fræðslu fyrir foreldra á samfélagsmiðlum undir notendanafninu Nurtured First. 

Á dögunum birti Jess lista yfir þær fimm reglur sem hún leggur sérstaka áherslu á hjá fjölskyldu sinni ásamt stuttum útskýringum.

1. Enginn lendir í vandræðum fyrir að segja sannleikann

„Komdu á fót fjölskylduleiðbeiningum sem stuðla að hreinskilni og heiðarleika,“ skrifar Jess og gefur dæmi um hvað foreldrar geti sagt til að stuðla að þessari reglu: „Ég er svo ánægð að þú sagðir mér frá þessu. Ég er hér fyrir þgi ef þú vilt tala um þetta.“

2. Engar spurningar eru kjánalegar! Spurðu hvað sem er!

„Kenndu börnunum þínum að þau geti komið til þín ef þau eru með spurningar sem gætu verið óþægilegar,“ útskýrir Jess og gefur aftur dæmi: „Þetta er mjög góð spurning – takk fyrir að spyrja mig að þessu!“

3. Enginn getur snert líkama þinn nema þú leyfir það

„Kenndu börnunum þínum að „nei“ þýðir nei og að þau ráði yfir eigin líkama,“ skrifar Jess og gefur dæmi: „Ég skil þig. Þú vilt ekki knús frá ömmu. Það er allt í lagi ... það er þitt val!“

4. Ef einhver segir „hættu“, þá hættum við

„Vertu skýr við börnin um að þau eigi að virða það þegar einhver segir „nei“ eða „hættu“,“ útskýrir Jess. Hún bætir við dæmi: „Þegar við erum að kitla eða leika, og einhver segir stopp, þá tökum við hendurnar af viðkomandi.“

5. Við höldum ekki leyndarmálum frá öðrum í þessari fjölskyldu!

„Kenndu börnunum þínum hver munurinn er á leyndarmálum og einhverju óvæntu (til dæmis gjöf, afmæli, hátíð) og hvað þau geta gert ef þeim er sagt að halda einhverju leyndu,“ skrifar Jess og gefur dæmi: „Það eru engin leyndarmál í fjölskyldunni okkar. Ef einhver biður þig um að halda einhverju leyndu, segðu okkur það þá strax.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda