Aðeins 12% kvenna á barneignaraldri taka inn fólat

Landskönnun á mataræði Íslendinga leiddi ýmislegt áhugavert í ljós.
Landskönnun á mataræði Íslendinga leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. Ljósmynd/Pexels/Pavel Danilyuk

Niðurstöður úr landskönnun á mataræði Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára leiddu í ljós að fáar konur á barneignaraldri ná viðmiðum næringarefna sem gegna mikilvægu hlutverki, sérstaklega á meðgöngu. 

Könnunin var framkvæmd á árunum 2019 til 2021 og leiddi í ljós að meðalneysla á fólati úr fæði væri undir ráðleggingum, og þá sérstaklega á meðal kvenna. Fólat er gríðarlega mikilvægt næringarefni á meðgöngu en skortur á því getur aukið líkur á alvarlegum skaða í miðtaugakerfi fósturs. 

Þá voru aðeins 12% kvenna á barneignaraldri sem tóku inn fæðubótarefni sem innihélt fólat, en öllum konum á barneignaraldri er ráðlagt að taka inn fólat sem fæðubótarefni. 

Járnneysla minnkaði frá síðustu könnun og var engin kona á barneignaraldri sem náði ráðlögðum dagskammti fyrir járn sem er hærri fyrir þann hóp (15 milligrömm á dag) miðað við aðra fullorðna (9 milligrömm á dag). Fram kemur að járn sé mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og heila- og taugaþroska barna. 

Þá minnkaði neysla á joði um 20% að meðaltali frá síðustu könnun. Neyslan var minnst í yngsta aldurshópi kvenna, en sá hópur neytir minna af mjólkurvörum og fisk en aðrir. Mikilvægt er að konur séu með nægilegt magn af joði á meðgöngu þar sem næringarefnið gegnir mikilvægu ghlutverki í fósturþroska og þroska barnsins eftir fæðingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda