Alexandra og Gylfi opinbera kynið

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga von á …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga von á sínu öðru barni saman. Ljósmynd/Instagram

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi barnafaraverslunarinnar Mía, eiga von á sínu öðru barni saman. Þau hafa nú opinberað kyn barnsins.

Fyrir eiga hjónin eina dóttur, Melrós Míu, sem kom í heiminn í maí 2021. Alexandra greindi frá því að fjölskyldan væri að stækka í maí síðastliðnum. 

Nú hefur hún opinberað kyn barnsins í einlægri færslu sem hún birti á Instagram-reikningi sínum.

„Strákabumba. Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag. Óendanlega þakklát að þessi litli gaur kom algjörlega óvænt, eitthvað sem mig hefði þá ekki órað fyrir að gæti gerst.

Ég man mér fannst stundum erfitt að heyra svona sögur því mér leið eins og ég yrði aldrei ein af þessum konum, en með þessum skrifum vonast ég til að vekja von fyrir fólk í sömu sporum. Líkaminn er magnaður og kemur sífellt á óvart.. Að halda í trúna á þessari vegferð er svo mikilvægt þó það sé oft á tíðum erfitt,“ skrifar Alexandra og birtir fallega mynd af óléttukúlunni. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál