Það getur verið kostnaðarsamt að fara með fjölskylduna í frí erlendis, en samkvæmt nýrri könnun Post Office getur kostnaðurinn verið mis mikill á milli áfangastaða.
Í könnuninni var verð á tíu nauðsynjavörum fyrir fjölskyldufrí borið saman á sextán vinsælum evrópskum dvalarstöðum sem þykja fjölskylduvænir. Þetta voru vörur á borð við hádegis- og kvöldmáltíðir, snarl, drykki, sólarvörn og skordýrafælu.
Þetta eru tíu ódýrustu fjölskylduvænu áfangastaðirnir í ár samkvæmt könnuninni.
1. Sunny Beach, Búlgaría
Sunny Beach í Búlgaríu býður upp á besta verðið fyrir fjölskyldur samkvæmt könnuninni.
Ljósmynd/Unsplash/Angel Balashev
2. Marmaris, Tyrkland
Á síðasta ári bauð Marmaris í Tyklandi upp á besta verðið fyrir fjölskyldur, en nú hefur Búlgaría tekið forystuna.
Ljósmynd/Unsplash/Alexander Akimenko
3. Algarve, Portúgal
Algarve er hagstæðasti staðurinn á evrusvæðinu og prýðir þriðja sæti listans.
Ljósmynd/Unsplash/Ricardo Resende
4. Costa del Sol, Spánn
Costa Del Sol á Spáni tekur fjórða sætið.
Ljósmynd/Unsplash/Elisabeth Agustín
5. Paphos, Kýpur
Paphos á Kýpur býður einnig upp á hagsætt verðlag fyrir fjölskyldur.
Ljósmynd/Unsplash/Dyomir Kalaitsev
6. Kos, Grikkland
Því næst kemur Kos á Grikklandi.
Ljósmynd/Unsplash/Shalev Cohen
7. Lanzarote, Kanaríeyjar
Verð lækkaði um 7,2% á Lanzarote frá því í fyrra, sem er mesta verðlækkunin á milli ára á listanum.
Ljósmynd/Unsplash/Madakalico
8. Rhodes, Grikkland
Rhodes í Grikklandi prýðir áttunda sæti listans.
Ljósmynd/Unsplash/Harry Borrett
9. Majorka, Spánn
Á Majorka var næstmesta verðlækknunin á milli ára, eða 1,2%.
Ljósmynd/Unsplash/Marc Schadegg
10. Corfu, Grikkland
Corfu í Grikklandi er í tíunda sæti listans.
Ljósmynd/Unsplash/Illia Panasenko