Kristín Björg Flygenring er sérfræðingur í barnahjúkrun á Bandaspítalanum og fjögurra barna móðir sem heldur úti fræðslumiðlinum Svefnráðgjöf.is. Hún birti á dögunum áhugaverða færslu um svefn barna með ADHD.
„Börn með ADHD eiga oft erfitt með svefn. Ég þekki það persónulega sem móðir barns með ADHD!“ skrifar Kristín við færsluna og birtir röð af textamyndum með fróðlegum upplýsingum.
„Rannsóknir hafa sýnt fram á að allt að 50% barna með ADHD eru með svefnvanda. Þau eiga oft erfitt með að sofna á kvöldin. Vakna oftar á nóttunni. Upplifa oft meiri þreytu á daginn. Eiga erfiðara með að vakna á morgnana.
Svo vitum við líka að nægur svefn hefur ótrúlega jákvæð áhrif á einkenni ADHD. Börn sem sofa vel eiga auðveldara með að stjórna tilfinningum sínum og eiga auðveldara með að einbeita sér,“ kemur fram á myndunum.
„Börn með ADHD eru oft viðkvæmari fyrir birtu og hljóðum, þurfa skýran ramma á háttatíma og gæta þarf vel að tímasetningunni, þurfa lengri tíma til að ná ró, finnst oft gott að hlusta á eitthvað til að sofna og sumum finnst þyngingarteppi hjálpa og svefngríma,“ bætir hún við.