Fengu Pál Óskar til að greina frá kyninu

Eintóm gleði!
Eintóm gleði! Samsett mynd

Agnes Orradóttir, rekstrar- og verslunarstjóri Galleri 17, og sambýlismaður hennar, Sigurður Már Atlason, hugbúnaðarsérfræðingur og samkvæmisdansari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.

Parið komst nýverið að kyni ófædda barnsins og greindi frá gleðitíðindunum á skemmtilegan máta á Instagram fyrr í dag.

Agnes og Sigurður Már fengu tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson til þess að taka þátt í opinberuninni og var hann sá sem kunngerði kyn barnsins, sem er drengur.

Í myndbandinu sést parið skera í svokallaða kynjaköku, sem er litlaus að innan, og stinga nál í blöðru sem er tóm áður en Páll Óskar mætir með konfettí-sprengju sem dreifir bláu glimmerskrauti upp um alla veggi.

Agnes segir í samtali við blaðamann mbl.is að þeim hafi einfaldlega langað til að gera eitthvað öðruvísi, ekkert klisjukennt, og því ákveðið að spyrja íslenska „icon-ið“, sem tók vel í hugmyndina og var ekki lengi að segja já.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda