Óskarsverðlaunahafi faðir í þriðja sinn 67 ára

Cameron Crowe.
Cameron Crowe. AFP/Frazer Harrison

Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er orðinn faðir í þriðja sinn. Crowe er 67 ára að aldri.

Eignaðist hann dóttur með kærustu sinni, ferðabloggaranum Anais Smith, þann 4. nóvember síðastliðinn og hafa þau gefið henni nafnið Vivienne Marie Crowe.

Smith, sem er 40 ára, greindi frá fæðingu stúlkunnar á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Crowe, þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Jerry Maguire og Almost Famous, á 14 ára gamla tvíburadrengi með fyrrverandi eiginkonu sinni, Nancy Wilson gítarleikara Heart.

View this post on Instagram

A post shared by Anais Smith (@anaissmith)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda