Bandaríski leikstjórinn Cameron Crowe er orðinn faðir í þriðja sinn. Crowe er 67 ára að aldri.
Eignaðist hann dóttur með kærustu sinni, ferðabloggaranum Anais Smith, þann 4. nóvember síðastliðinn og hafa þau gefið henni nafnið Vivienne Marie Crowe.
Smith, sem er 40 ára, greindi frá fæðingu stúlkunnar á Instagram-síðu sinni í gærdag.
Crowe, þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Jerry Maguire og Almost Famous, á 14 ára gamla tvíburadrengi með fyrrverandi eiginkonu sinni, Nancy Wilson gítarleikara Heart.