Margrét og Ísak Ernir gáfu dóttur sinni nafn

Fjölskyldan á skírnardaginn.
Fjölskyldan á skírnardaginn. Skjáskot/Instagram

Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, gáfu dóttur sinni nafn nú á dögunum. Stúlkan, sem kom í heiminn þann 29. október síðastliðinn, fékk nafnið Erla Margrét.

Margrét og Ísak Ernir greindu frá nafni stúlkunnar í sameiginlegri færslu á Instagram á mánudag.

„Skírn Erlu Margrétar,“ skrifuðu foreldrarnir við fallega fjölskyldumynd.

Margrét og Ísak Ernir hafa verið sam­an í nokk­ur ár en árið 2020 kom frumb­urður­inn Bjarni Þór í heim­inn. Hann er skírður í höfuð á móðurafa- og ömmu en það eru þau Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir inn­an­hús­ráðgjafi. 

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda