„Ég er þriggja barna móðir sem varð mamma 18 ára svo ég veit hvað ég er að tala um“

Ljósmynd/Aðsend

Fanney Skúladóttir, markaðsstjóri hjá kynlífstækjaversluninni Blush og þriggja barna móðir, hefur nýlega deilt TikTok-myndbandi sem vakið hefur athygli mæðra um allt land. 

Fanney, sem eignaðist sitt fyrsta barn aðeins átján ára gömul og síðan tvö börn með stuttu millibili tíu árum síðar, hefur öðlast mikla reynslu af því að samræma móðurhlutverkið við annir daglegs lífs.

Hagnýtt ráð fyrir foreldra

Í viðtali við Smartland frá árinu 2020 lýsti Fanney því hvernig hún glímdi við að finna sjálfa sig eftir að hafa eytt mörgum árum í að sinna börnum, heimili og námi. Úr þeirri reynslu stofnaði hún samfélagið „Busy Moms“ á Facebook og vefsíðuna með sama nafni, þar sem aðrar mæður geta leitað að stuðningi og innblæstri.

Í umræddu TikTok-myndbandi hvetur hún foreldra til að hætta að eyða of miklum fjármunum í dýr föt fyrir börnin og frekar nýta þá peninga til að fjárfesta í sjálfum sér.

Hægt er að horfa á TikTok-myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda