Samfélagsmiðlastjarnan og hlaðvarpsstjórnandinn Harpa Lind Hjálmarsdóttir og eiginmaður hennar, Sigþór Gunnar Jónsson, tilkynntu á Instagram að þau ættu von á sínu þriðja barni.
Hjónin hafa vakið athygli fyrir skapandi og regluleg stefnumótakvöld og hlaðvarpsþáttinn Sirpan. Þau eru dugleg að deila frá sínu lífi á samfélagsmiðlum og deila reglulega skemmtilegum myndböndum af fjölskyldulífinu, samhliða því að halda úti fastmótuðum stefnumótum einu sinni í viku.
„Besti tíminn til þessa coming up 2025! Verðum undirmönnuð seinna á árinu,“ skrifuðu hjónin í sameiginlegri færslu.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.