„Vaknar barnið þitt oft þegar þú leggur það úr fangi í rúmið?“

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi, er uppfull af hjálplegum ráðum …
Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi, er uppfull af hjálplegum ráðum sem tengjast uppeldi barna. Unsplash/Aditya Romansa

Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að uppeldi barna. Hún fjallar gjarnan um svefnvenjur barna sem geta oft reynst mikil áskorun fyrir foreldra.

„Eitt gamalt og gott fyrir nýburaforeldra.

Vaknar barnið þitt oft þegar þú leggur það úr fangi í rúmið?

Prófaðu þetta:

  • Áður en þú byrjar, vertu viss um að það sé búið að sofa í 15-20 mín í fangi svo það sé komið í dýpri svefn
  • Fætur snerta rúmið fyrst
  • Beint yfir á hliðina þar sem því er klappað eða ruggað
  • Rúllað rólega yfir á bakið þegar það er orðið rólegt

Þetta kemur í veg fyrir að moro-viðbragðið virkist og veki barnið, gefur því líka mjúka aðlögun frá því að vera í fangi yfir í að liggja í rúminu,“ skrifar Hafdís við myndskeið sem hún birti á Instagram-síðu Sofa, borða, elska á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda