Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi barna, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að uppeldi barna. Hún fjallar gjarnan um svefnvenjur barna sem geta oft reynst mikil áskorun fyrir foreldra.
„Eitt gamalt og gott fyrir nýburaforeldra.
Vaknar barnið þitt oft þegar þú leggur það úr fangi í rúmið?
Prófaðu þetta:
Þetta kemur í veg fyrir að moro-viðbragðið virkist og veki barnið, gefur því líka mjúka aðlögun frá því að vera í fangi yfir í að liggja í rúminu,“ skrifar Hafdís við myndskeið sem hún birti á Instagram-síðu Sofa, borða, elska á mánudag.