900 þúsund króna barnavagn frá Lamborghini

Barnavagninn er auðvitað hinn glæsilegasti.
Barnavagninn er auðvitað hinn glæsilegasti.

Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini og enski barnavagnaframleiðandinn Silver Cross hafa framleitt einn dýrasta barnavagn dagsins í dag. Vagninn kemur í takmörkuðu upplagi en aðeins fimm hundruð eintök verða framleidd. Hann mun kosta í kringum 900 þúsund krónur.

Vagninn, sem heitir Reef Al Arancio, er framleiddur úr hágæðaefnum eins og rúskinni og ítölsku leðri. Hann er svartur að lit með appelsínugulum smáatriðum sem gera vagninn einstakan. Vagninum fylgja alls konar aukahlutir sem sjá nýbökuðum foreldrum fyrir öllu því helsta.

Það ætti að vera þægilegt að keyra lúxuskerruna, enda er það einn helsti bílaframleiðandi heims sem kemur að hönnuninni. Einnig er mikið lagt í útlitið eins og við var að búast. Barnavagnar frá Silver Cross hafa verið gríðarlega vinsælir alla tíð, en fyrirtækið var stofnað árið 1877. Silver Cross-vagnar fást hér á landi en það er þó ólíklegt að Reef Al Arancio komi hingað til lands. Áhugasamir geta hins vegar skráð sig á lista á heimasíðu Silver Cross.

Ítalskt leður og rúskinn prýðir barnavagninn, sem er svartur með …
Ítalskt leður og rúskinn prýðir barnavagninn, sem er svartur með appelsínugulum smáatriðum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda