Dætur Elínar Maríu komu móður sinni á óvart

Dagurinn byrjaði vel!
Dagurinn byrjaði vel! Samsett mynd

Dætur Elínar Maríu Björnsdóttur komu móður sinni skemmtilega á óvart í tilefni af 48 ára afmæli hennar.

Sigríður Ósk, Tinna Margrét, Minea Ingrid og Mathilda María tóku daginn snemma og útbjuggu gómsætan afmælismorgunverð sem beið móður þeirra á borðstofuborðinu, ásamt afmælisgjöfum og páskaeggi. Systurnar sungu einnig afmælissönginn fyrir móður sína.

Sigríður Ósk, betur þekkt sem Sigga Ózk, deildi einstaklega skemmtilegu myndskeiði í story á Instagram-síðu sinni fyrr í dag, en í því má sjá Elínu Maríu undrandi á svip.

Tinna Margrét deildi einnig fallegri færslu á Instagram-síðu sinni og birti fallegar fjölskyldumyndir í tilefni dagsins.

„Fallega og besta mamma á afmæli í dag,“ skrifaði Tinna Margrét við færsluna.

Elín María, sem landsmenn þekkja úr Brúðkaupsþættinum , á eldri dætur sínar tvær, þær Sigríði Ósk, 25 ára, og Tinnu Margréti, 21 árs, með tónlistarmanninum Hrafnkeli Pálmarssyni, sem gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Í svörtum fötum á sínum tíma, og yngri, Mineu Ingrid, 14 ára, og Mathildi Maríu, 6 ára, með viðskiptamanninum Claes Haakan Mikael Nilsson.

Smartland óskar Elínu Maríu hjartanlega til hamingju með afmælið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda