Áhrifavaldurinn og tískudrottningin, Lára Clausen og Jens Hilmar eignuðust dóttur 1. maí. Dóttirin kom í heiminn níu dögum fyrir tímann. Jens er sonur auðmannsins Róberts Wessman og Sigríðar Ýrar Jensdóttur læknis.
Parið hnaut um hvort annað sumarið 2024. Þau opinberuðu samband sitt fyrir framan Eiffel-turninn þegar þau birtu fyrstu myndina af sér saman skömmu síðar.
Ekki leið á löngu þar til parið tilkynnti að það ætti von á barni sem nú kom í heiminn.
Smartland óskar Láru og Jens til hamingju með dótturina!