Elli Egils og María Birta stækka fjölskylduna

Elli Egils og María Birta með dætur sínar Ingaciu og …
Elli Egils og María Birta með dætur sínar Ingaciu og Nöju. Skjáskot/Instagram

„Fox fjölskyldan hefur stækkað og hjörtun með. Við kynnum dóttur okkar - Naja Elladóttir Fox.“ Svona hljómar færsla á Instagram-síðu leikkonunnar Maríu Birtu Bjarnadóttur Fox, en hún og listamaðurinn Elli Egilsson Fox höfðu áður ættleitt Ingaciu, sem verður fjögurra ára á árinu.

Elli var í viðtali í hlaðvarpsþættinum Tölum um, í stjórn kírópraktorsins Guðmundar Birkis Pálmasonar, sumarið 2024 og þar kom fram að þau María Birta hafa haft „heimili sitt opið“ og verið dugleg að taka á móti fósturbörnum allt frá því þau fluttu til Las Vegas.

Maríu Birtu dreymdi ávallt um að ættleiða börn, frá því hún var barn sjálf.

Elli og María hafa verið gift í ellefu ár núna í júlí en þau giftu sig aðeins níu mánuðum eftir að þau kynntust. Í viðtalinu segir Elli að þau María séu „eitt risastórt hjarta“. 

Smartland óskar þeim til hamingju með lífið!



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda