„Hamingjan á heimilinu er í botni“

Guðmundur Þór og Tanja Rós.
Guðmundur Þór og Tanja Rós. Skjáskot/Instagram

Tanja Rós Ingadóttir birtingaráðgjafi hjá Datera og sambýlismaður hennar, Guðmundur Þór Júlíusson, fasteignasali hjá Remax og fyrrverandi knattspyrnumaður, eiga von á sínu þriðja barni nú í haust.

Fyrir á parið tvö börn, hinn sjö ára gamla Emanúel og Karin fjögurra ára.

Tanja Rós og Guðmundur Þór tilkynntu um stækkun fjölskyldunnar í sameiginlegri færslu á Instagram nú á dögunum.

„Hamingjan á heimilinu er í botni! Lítill óvæntur glaðningur sem við hlökkum svo til að hitta - styttist í að við verðum 5 ef allt gengur að óskum,” skrifar parið við mynd af sónarmynd.

Tanja Rós hóf störf hjá birtinga- og ráðgjafafyrirtækinu Datera í byrjun árs, en áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá Sýn.

Guðmundur Þór breytti um stefnu þegar hann lagði fótboltaskóna á hilluna fyrir örfáum árum síðan og hjálpar nú fólki að finna draumaeignina.

View this post on Instagram

A post shared by TANJA RÓS (@tanjaros)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda