Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, og Valdís Gunnarsdóttir eiga von á barni.
Þau greina frá þessu á samfélagsmiðlum.
„Eftir mikið ferli og mikla þolinmæði stækkar fjölskyldan síðar á árinu,“ skrifar Rikki við mynd af fjölskyldunni þar sem þau halda á sónarmynd. Valdís og Rikki eiga eina dóttur og verða því fjögurra manna fjölskylda með nýja meðliminum.
Hjónin giftu sig árið 2018 eftir þrettán ára samband.
Fjölskylduvefurinn óskar hjónunum innilega til hamingju með fréttirnar!