Valkyrjurnar sýndu danshæfileikana

Svo flottar!
Svo flottar! Samsett mynd

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem saman mynda Valkyrjurnar, byrjuðu daginn á jákvæðum nótum og dönsuðu fyrir Duchenne.

Þorgerður Katrín deildi skemmtilegu myndskeiði af þeim stöllum í story á Instagram-síðu sinni en þar sjást þær tjútta í takt við lagið The A-Ö of Iceland með Steinþóri Hróari Steinþórssyni, eða Steinda Jr. eins og hann er jafnan kallaður.

Ef marka má myndskeiðið þá voru Valkyrjurnar í miklu dansstuði og það má með sanni segja að hæfileikarnir hafi ekki látið á sér standa.

Mæðginin, Hulda Björk Svansdóttir og Ægir Þór Sævarsson, sem glímir við Duchenne-sjúkdóminn, hafa heillað landsmenn upp úr skónum með skemmtilegum dansmyndskeiðum sem þau deila á hverjum föstudegi á samfélagsmiðlum. Þau fá hina og þessa til að taka þátt í danspartíinu í hverri viku og var nú komið að Valkyrjunum.

Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem lýsir sér í vöðvamáttleysi. Sjúkdómurinn er framsækinn og smám saman rýrna allir meginvöðvar líkamans.

Myndskeið Þorgerðar Katrínar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda