„Það er gott að fá þau heim“

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, eru …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, eru stoltir foreldrar. Ljósmynd/Aðsend

Forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, hafa aldeilis haft mörgu að fagna síðustu daga en börn þeirra, Auður Ína og Tómas Bjartur, eru nýútskrifuð úr elítu-háskólum í New York-borg.

Auður Ína útskrifaðist úr sálfræðideild Macaulay Honors College en Tómas Bjartur lauk viðskiptagráðu frá Stony Brook University.

„Það er gott að fá þau heim“

Halla deildi fallegri færslu á Instagram-síðu sinni til að fagna þessum mikla áfanga.

„Nú í lok maí og byrjun júní útskrifuðust þessi tvö „börn“ okkar úr sínum háskólum, hún úr sálfræði og hann úr viðskiptafræði. Það er gott að fá þau heim og gaman að sjá þau leita tilgangs í störfum sínum.

Tómas Bjartur hefur hafið störf á sambýlinu við Bleikargróf og er þegar að læra margt gagnlegt þegar kemur að umhyggju barna.

Auður Ína er að hefja áhugavert verkefni sem snýr að samfélagsmiðlum og áhrifum á andlega heilsu ungs fólks. Það verður spennandi að fylgjast með og læra af því. Við foreldrarnir erum stolt og þakklát fyrir þau og óskum þeim til hamingju og allra heilla í næstu verkefnum,” skrifar Halla við fallegar fjölskyldumyndir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda