Kristín Dóra Ólafsdóttir, listakona og kennari, og eiginmaður hennar, Bjarki Benediktsson, eignuðust sitt annað barn saman í gær, miðvikudaginn 11. júní.
Fyrir eiga þau soninn Fróða sem fagnar sex ára afmæli sínu í haust.
Kristín Dóra, eða Kridola eins og hún er betur þekkt, og Bjarki deildu gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.
Halló heimur! Heiða Margrét fæddist 11. júní og gerði okkur að vísitölufjölskyldu. Allt er gott,” skrifa hjónin við fallega myndaseríu.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!