Gústi B. tekur við hlutverki Króla

Gústi B. tekur við hlutverki Króla í Ávaxtakörfunni.
Gústi B. tekur við hlutverki Króla í Ávaxtakörfunni. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Ágústsson, eða Gústi B. eins og hann er kallaður, mun stíga á svið á morgun þegar hann mun fara með hlutverk græna banana í Ávaxtakörfunni. Tónlistarmaðurinn og leikarinn, Kristinn Óli eða Króli eins og hann er kallaður, er vant við látinn og því tekur Gústi B. við keflinu. Þótt Gústi B. sé þekktur í seinni tíð sem TikTok-stjarna og umsjónarmaður hlaðvarpsins Veislunnar þá hefur hann margoft stigið á svið. Þegar hann var 12 ára fékk hann hlutverk í Óvitum sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Í framhaldinu lék hann í Borgarleikhúsinu, Gaflaraleikhúsinu og í útvarpsleikhúsinu á Rúv. 

Ávaxtakarfan er sýnd í Hörpu. Þorsteinn Stephensen tónleikahaldari framleiðir sýninguna. 

Við hlið Gústa B. verður Katrín Mist Haraldsdóttir sem er leikkona, danshöfundur og dansari. Hún hefur leikið í nokkrum sýningum sem slegið hafa í gegn eins og Matthildi og Níu lífum Bubba. Auk þess fór hún með hlutverk í Skjaldmeyjum hafsins. 

Þá bætist leikarinn Bjarni Kristbjörnsson einnig við hópinn en hann hefur starfað bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann vakti sérstaka athygli þegar hann fór með hlutverk Billy Elliot þegar hann var 12 ára gamall.

Chantelle Carey er danshöfundur ávaxtanna í Ávaxtakörfunni og mun sjá til þess að þeir verði enn glæsilegri en áður. Þorsteinn Stephensen er spenntur: 

„Þetta verður glæsilegt og ferskt,“ segir Þorsteinn og bætir við: 

„Með því að fá ungt og ferskt fólk inn bætum við skemmtilegu hlýju við sýninguna, sem takmarkar ekki upprunalegu hugmyndina heldur byggir ofan á hana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda