Kristín Pétursdóttir, leikkona og áhrifavaldur, og Þorvar Bjarmi Harðarson, handboltadómari, nýttu þjóðhátíðardaginn í gær, 17. júní, til að skíra son sinn. Drengurinn fékk nafnið Tindur og var skírður í faðmi fjölskyldu og vina.
Parið hefur verið saman frá sumrinu 2023 og virðist lífið sannarlega leika við þau. Í desember síðastliðnum tilkynntu þau óléttuna á Instagram og þann 5. maí fæddist sonur þeirra Tindur. Þetta er annað barn Kristínar, sem á fyrir soninn Storm sem er sex ára, með fyrri kærasta sínum.
Í lok febrúar fóru Kristín og Þorvar í svokallaða „babymoon-ferð“, en slíkar ferðir hafa notið mikilla vinsælda meðal verðandi foreldra að undanförnu.
Smartland óskar þeim til hamingju með nafnið!