Kristín og Þorvar létu skíra soninn á 17. júní

Kristín Pétursdóttir og Þorvar Bjarmi Harðarson ásamt syni þeirra Tindi …
Kristín Pétursdóttir og Þorvar Bjarmi Harðarson ásamt syni þeirra Tindi Þorvarssyni. Skjáskot/Instagram

Kristín Pétursdóttir, leikkona og áhrifavaldur, og Þorvar Bjarmi Harðarson, handboltadómari, nýttu þjóðhátíðardaginn í gær, 17. júní, til að skíra son sinn. Drengurinn fékk nafnið Tindur og var skírður í faðmi fjölskyldu og vina. 

Parið hefur verið saman frá sumrinu 2023 og virðist lífið sannarlega leika við þau. Í desember síðastliðnum tilkynntu þau óléttuna á Instagram og þann 5. maí fæddist sonur þeirra Tindur. Þetta er annað barn Kristínar, sem á fyrir soninn Storm sem er sex ára, með fyrri kærasta sínum. 

Fóru í „babymoon-ferð“

Í lok febrúar fóru Kristín og Þorvar í svokallaða „babymoon-ferð“, en slíkar ferðir hafa notið mikilla vinsælda meðal verðandi foreldra að undanförnu.

Smartland ósk­ar þeim til ham­ingju með nafnið!


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda