Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í Flokki fólksins á von á barni með kærustu sinni. DV greinir frá þessum tíðindum og þar kemur fram að kærastan sé norsk og að þau eigi eitt barn saman.
Eyjólfur hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins frá árinu 2021. Hann tók við ráðherrastöðu þann 21. desember síðastliðinn.
Engar upplýsingar eru að finna um sambýliskonu ráðherrans né afkvæmi þeirra inni á vef Alþingis. Þar segir:
„Fæddur í Vestmannaeyjum 23. júlí 1969. Foreldrar: Guðjón Ármann Eyjólfsson (fæddur 10. janúar 1935, dáinn 16. mars 2020) skólameistari og Anika Jóna Ragnarsdóttir (fædd 14. desember 1934) húsmóðir og sjúkraliði.“
Smartland óskar Eyjólfi og fjölskyldu hjartanlega til hamingju!