Hanna Rún bjó til leiksvæði í bílskúrnum sem vekur athygli

Samsett mynd/Instagram/Aðsend

„Það eru alveg sjö ár síðan ég breytti þessu fyrst,“ segir dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir um æðislegt leiksvæði í bílskúrnum við heimili fjölskyldunnar. Hanna Rún er gift dansaranum Nikita Bazev og saman eiga þau Vladimir Óla, 11 ára, og Kíru Sif, fimm ára. Hún hefur í gegnum tíðina sett myndir og myndskeið á samfélagsmiðla sem sýna hvernig hún hefur útbúið ævintýraveröld í bílskúrnum. 

Í nýjasta myndskeiðinu eru mæðgurnar búnar að setja upp fallegt tré og teikna upp ævintýraveröld Sylviana-fjölskyldunnar. Þar er einnig heimagerður arinn. 

Hér sést arininn og fallegt tréð sem þær mæðgur, Hanna …
Hér sést arininn og fallegt tréð sem þær mæðgur, Hanna Rún og Kíra Sif, hafa dedúað við. Ljósmynd/Aðsend

„Fyrst gerði ég þetta fyrir son okkar þegar hann var fjögurra ára. Hann hafði áhuga á risaeðlum og bílum. Svo breytti ég þessu þegar hún fór að leika sér þarna. Þetta er bara bílskúrinn. Við höfum aldrei geymt bílinn okkar þarna inni, mér finnst þetta alltof dýrmætt pláss til þess.“

Vladimir og Kíra hafa bæði aðstoðað mömmu sína við að skreyta bílskúrinn og segir Hanna Rún þau bæði vera ansi flínk í höndunum.

„Þetta er svona dundverkenfi sem við elskum að gera.“ 

Hún bætir við að þetta þurfi hvorki að vera flókið né kosta mikið. „Það sem er t.d. inni í trénu eru ruslapokar og klósettrúlluafgangar.“ Hún bætir við að ýmsir hafi haft samband og boðið henni „drasl“ til að nýta í föndrið þ.á.m Landspítalinn sem bauð henni tóma pappakassa. 

„Það geta allir gert þetta, það kostar ekki mikið.“

Þá hefur fjölskyldan t.d. safnað steinum yfir sumartímann sem þau nýta síðan veturinn í að mála. Heimilið ber þess merki að þar sé mikið föndrað en skrautmunir barnananna njóta sín í hillum og á veggjum.

Ævintýraveröld Sylvíana-fjölskyldunnar.
Ævintýraveröld Sylvíana-fjölskyldunnar. Ljósmynd/Aðsend
Leiksvæðið í bílskúrnum er fjölskylduverkefni. Hér mundar Hanna Rún pensilinn, …
Leiksvæðið í bílskúrnum er fjölskylduverkefni. Hér mundar Hanna Rún pensilinn, ásamt dóttur sinni. Ljósmynd/Aðsend

Góð gæðastund

Nú fer að líða að Evrópumeistarmóti í dansi í Róm 2. október og því nóg að gera að undirbúa og æfa. Það er ljóst að dagarnir eru ansi þéttsetnir og er forvitnilegt að heyra hvernig Hanna Rún forgangsraði tímanum til að föndra með börnunum. 

„Ég er mjög heimakær og ef ég er ekki að vinna eða æfa þá vil ég bara vera heima hjá mér. Það er svo margt sem við getum gert. Um helgar erum við bara heima og föndrum rosalega mikið.“ Hún bætir við að alltaf sé hægt að finna tíma til að föndra eftir leikskóla og vinnu.

Börnin gleyma sér að leik í bílskúrnum.
Börnin gleyma sér að leik í bílskúrnum. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er áhugamálið mitt, að finna upp á einhverju nýju til að gera fyrir krakkana. Mamma föndraði mikið þegar ég var lítil og þetta er góð gæðastund.“

Nikita starfar sem danskennari og Hanna Rún hefur einnig tekið að sér danskennslu en sér ekki fyrir sér að kenna að fullu fyrr en hún hættir sjálf að keppa. Spurð um hvenær það verði svarar Hanna Rún að þau ætli sér að halda áfram að keppa á næstu árum enda bæði vel á sig komin og hraust.

„Við erum komin svo nálægt markmiðinu. Við settum okkur markmið um að verða Evrópu- og heimsmeistarar. Við vorum í þriðja sæti á síðasta Evrópumeistaramóti en þetta verður líka erfiðara og erfiðara eftir því sem við náum lengra.“

Nikita og Hanna Rún raða inn verðlaunum og hægt að …
Nikita og Hanna Rún raða inn verðlaunum og hægt að segja að þau lendi alltaf á palli þegar þau taka þátt í alþjóðlegum danskeppnum. Skjáskot/Instagram
Vladimir Óli, sem er 11 ára, æfir körfu- og fótbolta …
Vladimir Óli, sem er 11 ára, æfir körfu- og fótbolta en Kíra Sif, fimm ára, er að byrja að æfa skauta. Skjáskot/Instagram

Tíminn með börnunum mikilvægastur

Hanna Rún hefur einnig fengið mikla athygli fyrir kjóla sem hún skreytir, aðallega sína eigin danskjóla. „Ég byrjaði 15 ára að skreyta danskjólana mína sjálf.“

Hún hefur einnig tekið að sér að skreyta kjóla fyrir aðra, sérstaklega brúðarkjóla, en hefur ekki tök á að gera mikið af því vegna tímans sem fer í hvern kjól. Hún segir að meðaltali tugi klukkustunda fara í hvern kjól og nefnir dæmi um kjól sem tók hana yfir 300 klukkustundir að skreyta.

Hanna Rún í fullkominni núvitund við verkefnið í bílskúrnum.
Hanna Rún í fullkominni núvitund við verkefnið í bílskúrnum. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta tekur ansi langan tíma ef þetta er mikið skreytt, mikið handsaumað og mörg smáatriði.“

Kíra hefur sýnt skreytingum mikinn áhuga. „Ég var með hana á brjósti þegar ég var að steina kjóla og nú vill hún taka þátt og veit nákvæmlega hvað hún er að gera og hvað á vera langt á milli steina o.s.frv.,“ segir Hanna Rún. Hún bætir við að nú sé hún komin með styrktaraðila fyrir danskjólana og þurfi því ekki að leggja eins mikið á sig sjálf. 

„Ég var oft að líma síðustu steinana á kjólinn á hótelinu rétt fyrir keppni.“ 

Hanna Rún starfar hjá föður sínum í Gullsmiðju Óla alla virka daga og einstaka laugardaga. Þá æfa þau hjónin fimm sinnum í viku og sjö sinnum í viku þegar nær dregur keppni. „Ég æfi í hádegismatnum á virkum dögum,“ segir hún að lokum og bætir við að þau vilji taka sem minnstan tíma frá börnunum.

Litadýrð og fegurð einkennir verkið.
Litadýrð og fegurð einkennir verkið. Ljósmynd/Aðsend
„Það sem er t.d. inni í trénu eru ruslapokar og …
„Það sem er t.d. inni í trénu eru ruslapokar og klósettrúlluafgangar.“ Ljósmynd/Aðsend
Götulýsing inni í bílskúrnum.
Götulýsing inni í bílskúrnum. Ljósmynd/Aðsend
Kíra Sif einbeitt við að mála. Hanna Rún segir börnin …
Kíra Sif einbeitt við að mála. Hanna Rún segir börnin sín afar flínk í höndunum. Ljósmynd/Aðsend
Falleg þrívíddarteikning.
Falleg þrívíddarteikning. Ljósmynd/Aðsend
„Það geta allir gert þetta, það kostar ekki mikið.“
„Það geta allir gert þetta, það kostar ekki mikið.“ Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda