Útvarpsmaðurinn Egill Ploder og Thelma Gunnarsdóttir eiga von á sínu öðru barni saman. Þau tilkynntu um gleðifréttirnar á samfélagsmiðlinum Instagram.
„Annar gaur bætist við fjölskylduna á næsta ári. Þakklæti og tilhlökkun,“ skrifar Egill við mynd af fjölskyldunni.
Fyrir eiga þau þriggja ára dreng, Patrik.
Fjölskylduvefurinn óskar Agli og Thelmu innilega til hamingju með fréttirnar!