Dóttir Fanneyjar Ingvarsdóttur, áhrifavalds og markaðssérfræðings hjá BIOEFFECT, og Teits Páls Reynissonar, starfsmanns hjá Landsbankanum, er komin í heimin. Þetta er þriðja barn hjónanna, en fyrir eiga þau átta ára dóttur og fjögurra ára son.
Hjónin tilkynntu um komu barnsins á samfélagsmiðlum.
„Elsku litla draumadísin okkar kom í heiminn seinni partinn í gær á sólríkum sunnudegi, 28.09.25. Lítil vog eins og mamma sín. Stóru systkinin eru óendanlega stolt af litlu systur og mamma og pabbi þakklátust í heimi fyrir þríeykið sitt. Lífið!,“ skrifar Fanney við færslu á Instagram.
Fjölskylduvefurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýjustu viðbótina!