Ferðaljósmyndarinn Gunnar Freyr Gunnarsson, betur þekktur sem Icelandic Explorer, og eiginkona hans Katarzyna Maria Dygul, jafnan kölluð Kasia, eiga von á sínu fjórða barni – og í þetta sinn er lítil stúlka á leiðinni.
Hjónin eiga fyrir þrjá drengi: Markús Jerzy, fæddan 2016, og tvíburana Jakob Þór og Símon Jan, fædda 2020.
Þau greindu frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum um helgina og sögðu:
„Nýr kafli hefst.
@lifehobbyist og ég höfum fréttir að færa! Við verðum sex manna fjölskylda – OG… það er stelpa!
Meira síðar…“
Við færsluna birtu þau fallega myndaröð þar sem sjá má Katarzynu, klædda í íslenska ullarpeysu, halda um bumbuna. Á myndunum má einnig sjá fjölskylduna njóta lífsins í náttúrunni.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.