Gunnar Freyr og Kasia eiga von á fjórða barninu

Gunnar Freyr Gunnarsson og Katarzyna Maria Dygul eiga von á …
Gunnar Freyr Gunnarsson og Katarzyna Maria Dygul eiga von á sínu fjórða barni. Samsett mynd

Ferðaljósmyndarinn Gunnar Freyr Gunnarsson, betur þekktur sem Icelandic Explorer, og eiginkona hans Katarzyna Maria Dygul, jafnan kölluð Kasia, eiga von á sínu fjórða barni – og í þetta sinn er lítil stúlka á leiðinni.

Hjónin eiga fyrir þrjá drengi: Markús Jerzy, fæddan 2016, og tvíburana Jakob Þór og Símon Jan, fædda 2020.

Þau greindu frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum um helgina og sögðu:

„Nýr kafli hefst.

@lifehobbyist og ég höfum fréttir að færa! Við verðum sex manna fjölskylda – OG… það er stelpa!

Meira síðar…“

 

Við færsluna birtu þau fallega myndaröð þar sem sjá má Katarzynu, klædda í íslenska ullarpeysu, halda um bumbuna. Á myndunum má einnig sjá fjölskylduna njóta lífsins í náttúrunni.

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda