„Laugardaginn 11. október klukkan 10:19 mætti þessi risastóri drengur í heiminn. 5,150 kg og 59 sentimetrar. Móður og barni heilsast vel, föður heilsast líka mjög vel. Ótrúlega stoltur af minni fyrir þetta afrek.“ Þetta skrifaði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í færslu á Instagram í gær.
Meðalþyngd íslenskra nýbura er um 3.600 grömm eða tæpar 15 merkur. Meðallengdin er í kringum 50 sentímetra.
Drengurinn, sem er ótrúlega flottur, er fyrsta barn Viðars og sambýliskonu hans, Sylvíu Rósar Arnarsdóttur, en Viðar á einn dreng úr fyrra sambandi.
Smartland óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið!