Katrín Tanja orðin móðir

Katrín Tanja og Brooks Laich.
Katrín Tanja og Brooks Laich. Ljósmynd/Instagram

Íslenska afrekskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir og unnusti hennar, fyrrverandi íshokkíleikmaðurinn Brooks Laich, hafa eignast dóttur.

Parið greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í dag.

Stúlkan, sem hefur hlotið nafnið Emberly Heba, kom í heiminn 6. október síðastliðinn.

Á Instagram birtu Katrín Tanja og Brooks fallega myndaröð sem sýnir fyrstu augnablik fjölskyldunnar.

Heillaóskum hefur rignt yfir hina nýbökuðu foreldra eftir að þau greindu frá gleðitíðindunum. Á meðal þeirra sem hafa sent þeim kveðju eru Manúela Ósk Harðardóttir, Erna Hrund Hermannsdóttir, Kristín Sif Björgvinsdóttir og Helgi Ómarsson.

Smartland sendir fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

tannlæknir svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda