Íslenska afrekskonan Katrín Tanja Davíðsdóttir og unnusti hennar, fyrrverandi íshokkíleikmaðurinn Brooks Laich, hafa eignast dóttur.
Parið greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í dag.
Stúlkan, sem hefur hlotið nafnið Emberly Heba, kom í heiminn 6. október síðastliðinn.
Á Instagram birtu Katrín Tanja og Brooks fallega myndaröð sem sýnir fyrstu augnablik fjölskyldunnar.
Heillaóskum hefur rignt yfir hina nýbökuðu foreldra eftir að þau greindu frá gleðitíðindunum. Á meðal þeirra sem hafa sent þeim kveðju eru Manúela Ósk Harðardóttir, Erna Hrund Hermannsdóttir, Kristín Sif Björgvinsdóttir og Helgi Ómarsson.
Smartland sendir fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir.