Brynjar Úlfur Morthens, sonur Bubba Morthens og Brynju Gunnarsdóttur, á von á barni með kærustu sinni, Söndru Nótt Gunnarsdóttur.
Parið greindi frá gleðitíðindunum með sameiginlegri færslu á Instagram í gær. Þar mátti sjá skemmtilega myndaröð með textanum: „Stubbi/a Morthens á leiðinni.“
Heillaóskum hefur rignt yfir parið eftir að það greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum.
Á meðal þeirra sem hafa óskað parinu til hamingju eru dansarinn Tara Sif Birgisdóttir og söngkonan Svala Björgvinsdóttir.
Smartland óskar Brynjari og Söndru Nótt einnig hjartanlega til hamingju.