„Það ófullkomna gerir okkur einstakar“

Gisele sem hefur starfað sem fyrirsæta í áraraðir.
Gisele sem hefur starfað sem fyrirsæta í áraraðir. mbl.is/AFP

Gisele Bundchen (32) er eitt hæst launaðasta súpermódel heims og fjármálasérfæðingar vilja meina að hún sé að nálgast að verða fyrsta fyrirsætan til að verða milljarðamæringur.

Gisele sem hefur starfað sem fyrirsæta í áraraðir, meðal annars fyrir Victoria's Secret, veit sitthvað um tískubransann.

Nú vill Gisele vekja athygli á notkun myndvinnsluforritsins Photoshop við gerð auglýsingaherferða. Gisele vill sjá fleiri ljósmyndara tileinka sér einfaldari vinnuaðferðir þannig að útkoman verði náttúrulegri. Hún vill að þeir taki „göllum“ fagnandi og forðist endalausar lagfæringar með hjálp Photoshop.

<div>Í nýjustu auglýsingaherferð Gisele situr hún fyrir í gallabuxum frá merkinu <em>BLK DNM</em>. Gisele segist vera eins náttúruleg á myndunum og mögulegt er en á þeim má sjá Gisele ómálaða og með náttúrulegt slegið hár. Myndatakan tók aðeins tvær klukkustundir.<br/>

<span>„Ég elska þessa nálgun af því að mér finnst að konur ættu að vera raunverulegar en það gerist ekki oft nú til dags.</span><span> Við konur erum allar svo ólíkar. Það ófullkomna er það sem gerir okkur einstakar og fallegar.“</span>

<span>Myndirnar má sjá á <a href="http://www.dailymail.co.uk/femail/article-2331548/Imperfections-beautiful-Perfect-supermodel-Gisele-Bundchen-slams-Photoshopping-fashion-campaigns.html" target="_blank">heimasíðu MailOnline</a>.<br/></span>

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál