Myndi aldrei reyna að bakka í stæði

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi.
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Rósa Braga

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins myndi taka Alan Davies með sér í matarboð ef hún mætti koma með leynigest.

Hvernig Facebook-týpa ertu? Þessi sem elskar Facebook.

Hvað fær þig til að hlæja? Alan Davies. Og reyndar flestir fastagestirnir í QI. En Alan er uppáhalds.

Hvaðan færðu innblástur? Á andvökunóttum, í rauðvínsspjalli með vinum mínum,  með rok í andlitinu og Muse í eyrunum og líka smá West Wing.

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Ég hef hent í status sem ég hef séð eftir.

Ef þú mættir koma með leynigest í matarboð, hvern myndir þú taka með þér? Alan Davies.

Lætur þú drauma þína rætast? Já. En suma þeirra er gott að hafa ennþá þarna á kantinum til að vísa manni veginn.

Borðarðu morgunmat? Nii. Þó ég viti að það ku vera óhollt þá læt ég kaffibolla yfirleitt duga fyrstu klukkustundir dagsins.

Hvað myndir þú aldrei gera? Reyna að bakka í stæði.

Í hvern hringir þú oftast og af hverju? Um þessar mundir eru flest mín símtöl tengd borgarmálefnum. En svona að meðaltali í gegnum árin á mamma eflaust vinninginn.

Hvort hugsar þú meira með hægra eða vinstra heilahvelinu? Hef ekki hugmynd. Það kannski svarar spurningunni.

Hvað borðar þú á sunnudögum? Eitthvað sem ég á pottþétt alveg skilið.

Hvað er þitt „guilty pleasure“? Ég elska Ugly Betty.

Áttu líkamsræktarkort? Ég er styrktaraðili.

Ef þú mættir gera gamaldags símaat, í hvern myndir þú hringja og hvað myndir þú segja í símann? Luke. I am your mother.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Ég myndi í alvöru ekki einu sinni reyna það. Held að hann sé mjög ósérstakur.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Þegar ég var átta ára fannst mér ég vera svo sæt þegar ég vafði handklæði utan um hausinn eftir bað og fannst mikil synd að það sæi mig enginn svona sæta. Ég stal því stóra græna treflinum hennar mömmu, vafði eins og handklæði um hausinn og labbaði roggin um allt hverfið. Síðan hefur þetta eiginlega verið down hill.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Ég er almennt bara hlynnt því að fólk geri það sem það vill.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Margrét vinkona myndi segja frá því þegar ég fór í fyrsta skipti í pedicure. Ég vissi ekki að maður mætti ekki fara heim í lokuðum skóm til að eyðileggja ekki lökkunina. Ég labbaði því heim um götur London með nýja rauða naglakkið í neongrænum og alltof stórum einnota pappírssandölum, henni til mikillar kátínu.

Uppáhaldshlutur? iPhone-inn minn með Duolingo appinu. Það er nýjasta æðið mitt þar sem ég get lært ítölsku eins og í tölvuleik. Með áframhaldandi iðkun spái ég að ég verði altalandi innan skamms. Ég er reyndar enn bara á matar-level en ég get aldeilis sagt að Io cucino una cipolla.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Hildur sem ég er alltaf að reyna að verða.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Ég væri kærasta Alan Davies.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Yfirleitt eitthvað alla daga.

Það besta við Ísland? Hvað það er stórt; það er hægt að vera týndur á augnabliki í einhverri víðáttu og hefur endalausa möguleika til að gera vel.

Það versta við Ísland? Hvað það er lítið; það er stundum bara pláss fyrir eina skoðun og einn sannleika.

Lífsmottó? Why not!

mbl.is

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

13:15 „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

10:15 Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

07:00 „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

Í gær, 23:59 „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

Í gær, 21:00 Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

í gær Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

í gær Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

í gær „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

í gær „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

í gær „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

í fyrradag Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í fyrradag Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

20.2. Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

20.2. Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

20.2. Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

20.2. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

20.2. Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »