Myndi aldrei reyna að bakka í stæði

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi.
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Rósa Braga

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins myndi taka Alan Davies með sér í matarboð ef hún mætti koma með leynigest.

Hvernig Facebook-týpa ertu? Þessi sem elskar Facebook.

Hvað fær þig til að hlæja? Alan Davies. Og reyndar flestir fastagestirnir í QI. En Alan er uppáhalds.

Hvaðan færðu innblástur? Á andvökunóttum, í rauðvínsspjalli með vinum mínum,  með rok í andlitinu og Muse í eyrunum og líka smá West Wing.

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Ég hef hent í status sem ég hef séð eftir.

Ef þú mættir koma með leynigest í matarboð, hvern myndir þú taka með þér? Alan Davies.

Lætur þú drauma þína rætast? Já. En suma þeirra er gott að hafa ennþá þarna á kantinum til að vísa manni veginn.

Borðarðu morgunmat? Nii. Þó ég viti að það ku vera óhollt þá læt ég kaffibolla yfirleitt duga fyrstu klukkustundir dagsins.

Hvað myndir þú aldrei gera? Reyna að bakka í stæði.

Í hvern hringir þú oftast og af hverju? Um þessar mundir eru flest mín símtöl tengd borgarmálefnum. En svona að meðaltali í gegnum árin á mamma eflaust vinninginn.

Hvort hugsar þú meira með hægra eða vinstra heilahvelinu? Hef ekki hugmynd. Það kannski svarar spurningunni.

Hvað borðar þú á sunnudögum? Eitthvað sem ég á pottþétt alveg skilið.

Hvað er þitt „guilty pleasure“? Ég elska Ugly Betty.

Áttu líkamsræktarkort? Ég er styrktaraðili.

Ef þú mættir gera gamaldags símaat, í hvern myndir þú hringja og hvað myndir þú segja í símann? Luke. I am your mother.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Ég myndi í alvöru ekki einu sinni reyna það. Held að hann sé mjög ósérstakur.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Þegar ég var átta ára fannst mér ég vera svo sæt þegar ég vafði handklæði utan um hausinn eftir bað og fannst mikil synd að það sæi mig enginn svona sæta. Ég stal því stóra græna treflinum hennar mömmu, vafði eins og handklæði um hausinn og labbaði roggin um allt hverfið. Síðan hefur þetta eiginlega verið down hill.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Ég er almennt bara hlynnt því að fólk geri það sem það vill.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Margrét vinkona myndi segja frá því þegar ég fór í fyrsta skipti í pedicure. Ég vissi ekki að maður mætti ekki fara heim í lokuðum skóm til að eyðileggja ekki lökkunina. Ég labbaði því heim um götur London með nýja rauða naglakkið í neongrænum og alltof stórum einnota pappírssandölum, henni til mikillar kátínu.

Uppáhaldshlutur? iPhone-inn minn með Duolingo appinu. Það er nýjasta æðið mitt þar sem ég get lært ítölsku eins og í tölvuleik. Með áframhaldandi iðkun spái ég að ég verði altalandi innan skamms. Ég er reyndar enn bara á matar-level en ég get aldeilis sagt að Io cucino una cipolla.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Hildur sem ég er alltaf að reyna að verða.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Ég væri kærasta Alan Davies.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Yfirleitt eitthvað alla daga.

Það besta við Ísland? Hvað það er stórt; það er hægt að vera týndur á augnabliki í einhverri víðáttu og hefur endalausa möguleika til að gera vel.

Það versta við Ísland? Hvað það er lítið; það er stundum bara pláss fyrir eina skoðun og einn sannleika.

Lífsmottó? Why not!

mbl.is

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

06:00 Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »

Hræðileg kynlífsóhöpp sem enduðu illa

Í gær, 23:59 Það endar ekki allt kynlíf með værum svefni en sumir enda hreinlega uppi á spítala eftir óheppileg atvik í kynlífinu.  Meira »

Þorvaldur Davíð til Oxford

Í gær, 21:00 Þorvaldur Davíð hefur ákveðið að taka tilboði um að stunda MBA-nám við Oxford-háskóla í vetur. Hann dregur því til baka umsókn sína um stöðu bæjarstjóra á Seyðisfirði og segir okkur meira um málið. Meira »

Segir hollt mataræði fela átröskun

Í gær, 18:00 Nigella Lawson segir það fara eftir því hvað er í tísku hvað teljist hollt. Að hennar mati er hollt mataræði ekki alltaf af því góða. Meira »

Er Gabbana að missa vitið?

Í gær, 15:00 Enn og aftur kemur Stefano Gabbana fram í sviðsljósið með taktlausa hegðun sem ekki hefur sést áður á sviði tísku og hönnunar. Hann gerir grín að eigin herferð. Meira »

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

Í gær, 12:00 Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig þann 6. október. Tónleikar í tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

Í gær, 09:00 Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

í gær Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

í fyrradag „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

í fyrradag Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

í fyrradag Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

í fyrradag Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

í fyrradag Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

í fyrradag Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

17.7. Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

16.7. Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

16.7. Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

16.7. Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

16.7. Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

16.7. „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

16.7. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »
Meira píla