Myndi aldrei reyna að bakka í stæði

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi.
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Rósa Braga

Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins myndi taka Alan Davies með sér í matarboð ef hún mætti koma með leynigest.

Hvernig Facebook-týpa ertu? Þessi sem elskar Facebook.

Hvað fær þig til að hlæja? Alan Davies. Og reyndar flestir fastagestirnir í QI. En Alan er uppáhalds.

Hvaðan færðu innblástur? Á andvökunóttum, í rauðvínsspjalli með vinum mínum,  með rok í andlitinu og Muse í eyrunum og líka smá West Wing.

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Ég hef hent í status sem ég hef séð eftir.

Ef þú mættir koma með leynigest í matarboð, hvern myndir þú taka með þér? Alan Davies.

Lætur þú drauma þína rætast? Já. En suma þeirra er gott að hafa ennþá þarna á kantinum til að vísa manni veginn.

Borðarðu morgunmat? Nii. Þó ég viti að það ku vera óhollt þá læt ég kaffibolla yfirleitt duga fyrstu klukkustundir dagsins.

Hvað myndir þú aldrei gera? Reyna að bakka í stæði.

Í hvern hringir þú oftast og af hverju? Um þessar mundir eru flest mín símtöl tengd borgarmálefnum. En svona að meðaltali í gegnum árin á mamma eflaust vinninginn.

Hvort hugsar þú meira með hægra eða vinstra heilahvelinu? Hef ekki hugmynd. Það kannski svarar spurningunni.

Hvað borðar þú á sunnudögum? Eitthvað sem ég á pottþétt alveg skilið.

Hvað er þitt „guilty pleasure“? Ég elska Ugly Betty.

Áttu líkamsræktarkort? Ég er styrktaraðili.

Ef þú mættir gera gamaldags símaat, í hvern myndir þú hringja og hvað myndir þú segja í símann? Luke. I am your mother.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Ég myndi í alvöru ekki einu sinni reyna það. Held að hann sé mjög ósérstakur.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Þegar ég var átta ára fannst mér ég vera svo sæt þegar ég vafði handklæði utan um hausinn eftir bað og fannst mikil synd að það sæi mig enginn svona sæta. Ég stal því stóra græna treflinum hennar mömmu, vafði eins og handklæði um hausinn og labbaði roggin um allt hverfið. Síðan hefur þetta eiginlega verið down hill.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Ég er almennt bara hlynnt því að fólk geri það sem það vill.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Margrét vinkona myndi segja frá því þegar ég fór í fyrsta skipti í pedicure. Ég vissi ekki að maður mætti ekki fara heim í lokuðum skóm til að eyðileggja ekki lökkunina. Ég labbaði því heim um götur London með nýja rauða naglakkið í neongrænum og alltof stórum einnota pappírssandölum, henni til mikillar kátínu.

Uppáhaldshlutur? iPhone-inn minn með Duolingo appinu. Það er nýjasta æðið mitt þar sem ég get lært ítölsku eins og í tölvuleik. Með áframhaldandi iðkun spái ég að ég verði altalandi innan skamms. Ég er reyndar enn bara á matar-level en ég get aldeilis sagt að Io cucino una cipolla.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Hildur sem ég er alltaf að reyna að verða.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Ég væri kærasta Alan Davies.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Yfirleitt eitthvað alla daga.

Það besta við Ísland? Hvað það er stórt; það er hægt að vera týndur á augnabliki í einhverri víðáttu og hefur endalausa möguleika til að gera vel.

Það versta við Ísland? Hvað það er lítið; það er stundum bara pláss fyrir eina skoðun og einn sannleika.

Lífsmottó? Why not!

mbl.is

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

21:00 Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

í gær Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

í gær Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

í gær „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í gær Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í gær Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »