Krossgötur lífsins leiddu þær saman

Stelpurnar Thelma Marín og Herdís skipa dúettinn East Of My ...
Stelpurnar Thelma Marín og Herdís skipa dúettinn East Of My Youth. Ljósmynd/Sunneva Ása Weisshappel

Thelma Marín Jónsdóttir og Herdís Stefánsdóttir útskrifuðust báðar síðastliðið vor úr Listaháskólanum. Herdís útskrifaðist úr tónsmíðum en Thelma Marín útskrifaðist úr leiklist. Saman skipa þær stelpudúettinn East of My Youth.

Báðar spila stelpurnar á píanó, og segja þær að bakgrunnur þeirra muni óhjákvæmilega eiga þátt í tónlistinni. „Við gáfum út fyrsta lagið okkar Lemonstars með myndbandi eftir Sunnevu Ásu Weisshappel en okkur finnst báðum mjög áhugavert að blanda saman tónlist og myndlist. Stór hluti af hugmyndinni er að vinna með listamönnum úr ólíkum áttum,“ sögðu stelpurnar.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að stofna nýtt band? „Langþráður draumur okkar beggja og ástríða fyrir tónlistarsköpun. Svo skapaðist rétta augnablikið á bar í Berlín,“ sögðu þær Thelma og Herdís, en þær skilgreina tónlist sína sem experimental popp/electronic tónlist.

Þær segjast eiga mörg uppáhaldslög, en í dag eru þær að hlusta á Says með Nils Frahm og Der Buhold með Paul Kalkbrenner.

Hvaðan kemur nafnið á hljómsveitinni? „Við stóðum báðar á krossgötum þegar bandið var stofnað, nýútskrifaðar úr listnámi og óvissan blasti við. Nafnið kemur úr bókinni On the road, eftir Jack Kerouac, sem okkar fannst eiga vel við líðan okkar þá, „I was halfway across America, at the dividing line between the East of my youth and the West of my future.”

Tónlistarmyndbandið við lag þeirra Lemonstarts er óvenjulegt og frumlegt, en myndbandið var unnið af listakonunni Sunneva Ásu. „Okkur fannst Sunneva Ása fullkomin í að gera fyrsta myndbandið fyrir okkur með sinn fallega og súrrealíska myndheim, en lagið fjallar að vissu leyti um að túlka ákveðna óraunveruleikatilfinningu, hömlur og hömluleysi.“

Hvert stefnið þið? „Við stefnum á það að halda áfram að hafa gaman af því sem við erum að gera, dansandi inn í gleðina,“ sögðu stelpurnar að lokum.

Meðfylgjandi er lagið Lemonstars með East Of My Youth. 

Myndbrot úr myndbandinu Lemonstars.
Myndbrot úr myndbandinu Lemonstars. Ljósmynd/Sunneva Ása Weisshappel
Herdís Stefánsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Dana ...
Herdís Stefánsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Dana Rún Hákonardóttir. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is

Mamma mikil tískufyrirmynd

10:00 Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

05:00 Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

Í gær, 22:00 Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

Í gær, 16:30 Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

í gær Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

í gær Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

í gær Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

í fyrradag Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

í fyrradag Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

í fyrradag Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

15.7. Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

15.7. Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

14.7. Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

14.7. Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

14.7. Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »