Krossgötur lífsins leiddu þær saman

Stelpurnar Thelma Marín og Herdís skipa dúettinn East Of My …
Stelpurnar Thelma Marín og Herdís skipa dúettinn East Of My Youth. Ljósmynd/Sunneva Ása Weisshappel

Thelma Marín Jónsdóttir og Herdís Stefánsdóttir útskrifuðust báðar síðastliðið vor úr Listaháskólanum. Herdís útskrifaðist úr tónsmíðum en Thelma Marín útskrifaðist úr leiklist. Saman skipa þær stelpudúettinn East of My Youth.

Báðar spila stelpurnar á píanó, og segja þær að bakgrunnur þeirra muni óhjákvæmilega eiga þátt í tónlistinni. „Við gáfum út fyrsta lagið okkar Lemonstars með myndbandi eftir Sunnevu Ásu Weisshappel en okkur finnst báðum mjög áhugavert að blanda saman tónlist og myndlist. Stór hluti af hugmyndinni er að vinna með listamönnum úr ólíkum áttum,“ sögðu stelpurnar.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að stofna nýtt band? „Langþráður draumur okkar beggja og ástríða fyrir tónlistarsköpun. Svo skapaðist rétta augnablikið á bar í Berlín,“ sögðu þær Thelma og Herdís, en þær skilgreina tónlist sína sem experimental popp/electronic tónlist.

Þær segjast eiga mörg uppáhaldslög, en í dag eru þær að hlusta á Says með Nils Frahm og Der Buhold með Paul Kalkbrenner.

Hvaðan kemur nafnið á hljómsveitinni? „Við stóðum báðar á krossgötum þegar bandið var stofnað, nýútskrifaðar úr listnámi og óvissan blasti við. Nafnið kemur úr bókinni On the road, eftir Jack Kerouac, sem okkar fannst eiga vel við líðan okkar þá, „I was halfway across America, at the dividing line between the East of my youth and the West of my future.”

Tónlistarmyndbandið við lag þeirra Lemonstarts er óvenjulegt og frumlegt, en myndbandið var unnið af listakonunni Sunneva Ásu. „Okkur fannst Sunneva Ása fullkomin í að gera fyrsta myndbandið fyrir okkur með sinn fallega og súrrealíska myndheim, en lagið fjallar að vissu leyti um að túlka ákveðna óraunveruleikatilfinningu, hömlur og hömluleysi.“

Hvert stefnið þið? „Við stefnum á það að halda áfram að hafa gaman af því sem við erum að gera, dansandi inn í gleðina,“ sögðu stelpurnar að lokum.

Meðfylgjandi er lagið Lemonstars með East Of My Youth. 

Myndbrot úr myndbandinu Lemonstars.
Myndbrot úr myndbandinu Lemonstars. Ljósmynd/Sunneva Ása Weisshappel
Herdís Stefánsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Dana …
Herdís Stefánsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel og Dana Rún Hákonardóttir. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál