Ísland komst ekki á lista Travel Leisure

Noregur komst á lista Travel Leisure fyrir fallegt landlag og …
Noregur komst á lista Travel Leisure fyrir fallegt landlag og norðurljós. AFP

Undanfarið hefur stríður straumur ferðamanna flykkst til Íslands í þeim tilgangi að skoða land og þjóð. Á síðustu árum hefur Ísland náð auknum vinsældum hjá erlendum ferðamönnum en kannski er að verða breyting þar á. Ísland náði nefnilega ekki á lista Travel Leisure yfir bestu staði heims til að skoða á árinu 2015.

Á listanum eru 52 staðir en Ísland er hvergi að sjá. Þarna leynast þó nokkur nágrannalönd okkar, svo sem Svíþjóð og Noregur. Á listanum er mælt með að skoða Malmö í Svíþjóð vegna þess hve „töff“ borgin er. Þá segir meðal annars í greininni að í Malmö sé ódýrt að leigja húsnæði og að íbúar Malmö séu helteknir af mat.

Noregur kemst svo ofarlega á listann fyrir fallegt landlag og norðurljós.

Listann í heild sinni má sjá á heimasíðu Travel Leisure.

Malmö í Svíþjóð er „töff“ samkvæmt Travel Leisure.
Malmö í Svíþjóð er „töff“ samkvæmt Travel Leisure. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál