Hringir í manninn sinn til að daðra

Sólveig Þórarinsdóttir.
Sólveig Þórarinsdóttir.

Sólveig Þórarinsdóttir kvaddi viðskiptaheiminn til þess að opna jógastöðina Sólir. Hún segir að jógað gefi henni botnlausan innblástur. Ég spurði hana spjörunum úr. 

Hvernig Facebook-týpa ertu? Ég er svo nýkomin á FB að það er ekki komin næg reynsla til þess að meta það en er eflaust pínu sjálfhverf - tala endalaust um jóga og óska til dæmis engum til hamingju með afmælið þar!

Hvað fær þig til að hlæja? Eiginn kjánaskapur, krakkarnir mínir og fyndið fólk.

Hvaðan færðu innblástur? Þegar ég upplifi nýja hluti sem gefa mér aðra og nýja sýn, jógað gefur mér botnlausan innblástur, bókalestur skilar alltaf einhverju sem og fólk sem lætur hjartað ráða og nær árangri. 

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Nei, ég er svo lánsöm að vera laus við alla eftirsjá í lífinu.

Ef þú mættir koma með leynigest í matarboð, hvern myndir þú taka með þér? Dalai Lama, áhugaverðasta núlifandi persónan og sannarlega gleðigjafi fyrir alla.

Lætur þú drauma þína rætast? Undantekningalaust. 

Borðarðu morgunmat? Nei, en ég fæ mér sítrónuvatn og olíu snemma morguns og grænan djús eftir jógaæfingu. 

Hvað myndir þú aldrei gera? Ég er að vinna markvisst með að hætta að nota „aldrei“ staðhæfingar.

Í hvern hringir þú oftast og af hverju? Manninn minn til að daðra (og leggja á ráðin). 

Hvort hugsar þú meira með hægra eða vinstra heilahvelinu? Ég er jafnvíg á báðum hliðum.

Hvað borðar þú á sunnudögum? Heimabakað mmm…

Hvað er þitt „guilty pleasure”? Alls kyns óhóf sem þolir ekki dagsljósið.

Stundar þú líkamsrækt? #yogaeverydamnday.

Ef þú mættir gera gamaldags símaat, í hvern myndir þú hringja og hvað myndir þú segja í símann? OH MY… Ég verð að segja pass.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Klassískur og stöku ögrandi en afar laus við tískustrauma.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Afskaplega sjaldan.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Á móti, það er fátt fallegra en einstaklingur sem elskar sjálfa/n sig skilyrðislaust á eigin verðleikum, þaðan kemur útgeislunin.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Það er af mörgu af taka – þegar ég bjó í USA var ég handtekin og í kjölfarið fór ég fyrir rétt vegna umferðarlagabrots, það var alveg Boston Legal style.

Uppáhaldshlutur? Jógadýnan mín, Hot towel mat.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Ég á mér enga eina fyrirmynd en gríðarlega margir dýrmætir einstaklingar hafa verið áhrifavaldar í lífinu mínu. Nærtækast er að nefna fjölskyldumeðlimi, s.s. ömmur og mömmu. Nafna mín Solla kom mér á beinu brautina í mataræði og Ebba Guðný einnig. Guðni Gunnars og hans boðskapur hafði sterk áhrif á mig og nú nýjast hafsjór af fólki sem ég hef kynnst í jóga undanfarin ár.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Ég myndi vilja meiri tíma til þess að gera allt það sem ég nýt að gera.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Nei, ég tel að í dag sé ég summan af öllu því sem ég hef farið í gegnum og þar sem að ég er í fullri sátt núna þá eru engin mistök eða eftirsjá, bara lærdómur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál